Vilja millilandaflug til Egilsstaða

Þotur á Egilsstaðaflugvelli.
Þotur á Egilsstaðaflugvelli. mynd/Austurlandið.is

„Ég held ekki að við séum að fá fullan skammt af þessari miklu aukningu erlendra ferðamanna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráðið samþykkti á dögunum einróma að hvetja til þess að umferð um Egilsstaðaflugvöll verði aukin. Í bókuninni segir að stöðug fjölgun erlendra ferðamanna kalli á skynsamlega dreifingu þeirra, bæði til að vernda viðkvæmar náttúruperlur á suðvesturhorninu fyrir of miklum ágangi og eins til að stuðla að kraftmikilli ferðaþjónustu um allt land.

Þá sé hagkvæmni fólgin í því að nýta Egilsstaðaflugvöll undir millilandaflug, enda krefjist hækkandi eldsneytisverð og auknar umhverfiskröfur þess að menn horfi til stystu flugleiða milli Íslands og Evrópu. Þannig ætti Egilsstaðaflugvöllur að verða ein af megingáttum flugfarþega inn og út úr landinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert