Boðið á fund með forsætisráðherra

Vilhjálmur Birgisson.
Vilhjálmur Birgisson. mbl.is
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, hefur fengið boð um að funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, í stjórnarráðinu næstkomandi miðvikudag. Hann hefur þegið boðið, segir í heimasíðu verkalýðsfélagsins.

 Eitt aðal baráttumál Verkalýðsfélags Akraness allt frá árinu 2008 verið afnám verðtryggingar á neytendalánum og að forsendubresturinn sem heimilin þurftu að þola í kjölfar efnahagshrunsins verði leiðréttur.

Félagið hefur til dæmis lagt fram tillögur og ályktanir á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar á undanförnum árum hvað þessi mál varðar en „því miður án mikils hljómgrunns,“ segir í frétt á vef Verkalýðsfélagsins.

 „Væntanlega verða þessi mál er lúta að aðgerðum til handa heimilanna til umræðu á þessum fundi og verður forvitnilegt að heyra í forsætisráðherra hvað það varðar. Það er morgunjóst að formaður mun styðja komandi ríkisstjórn í að koma til móts við heimilin og skuldsetta alþýðu eins og kostur er því það er mat formanns að afnám verðtryggingar og leiðrétting á forsendubrestinum sé eitt brýnasta hagsmunamál sem skuldsett alþýða þessa lands hefur staðið frammi fyrir fyrr og síðar,“ segir í frétt á vef Verkalýðsfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert