Ekki samþykkt að breyta nafni Stekkjarbakka

Stekkjarbakki heldur nafni sínu.
Stekkjarbakki heldur nafni sínu. mbl.is/Árni Sæberg

Borgarráð Reykjavíkur hefur ekki samþykkt að breyta nafni götunnar Stekkjarbakka eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær.

Tillaga um að hluti Stekkjarbakka fengi nafnið Elliðaárbakki var hvorki samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði né borgarráði.

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í Morgunblaðinu í dag, að tillagan hefði ekki fengið framgang, en hann gerir ráð fyrir að ný tillaga komi frá nafnanefndinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert