Fá stjórnskipunar- og velferðarnefnd

Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á síðasta þingi.
Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á síðasta þingi. Styrmir Kári

Stjórnarandstöðuflokkarnir fá formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd Alþingis auk varaformennsku í þremur öðrum þingnefndum. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, segir þetta gert til að greiða fyrir betra samstarfi í þinginu.

Þingsköp krefjast þess ekki að stjórnarandstaðan fái fulltrúa í þingnefndum en Jóhannes Þór segir hins vegar að ríkisstjórnin hafi viljað gera það. Það sé til marks um betri vinnubrögð og framlag stjórnarinnar til að koma þinginu af stað á jákvæðan hátt.

„Það er það sem við höfum talað um og er það sem við viljum gera. Það er þess vegna sem ríkisstjórnin hefur boðið stjórnarandstöðunni það að fá formennsku í tveimur nefndum, varaformennsku og fleira til að greiða fyrir betra samstarfi og sýna það í verki sem við höfum talað um,“ segir Jóhannes Þór.

Stjórnarandstaðan fái þingnefndir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka