„Þetta var hrein tilviljun. Ég var á sýningarrölti í Berlín þegar ég sá þessar myndir, sem ég kannaðist eitthvað við úr fréttum, blasa við mér. Ég náði í símann og tók nokkrar myndir og spurðist fyrir um höfund verkanna,“ segir Hlynur Hallsson myndlistarmaður, sem hefur að öllum líkindum fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatnssveit á dögunum.
Myndirnar eru eftir Julius von Bismarck en þar koma fyrir mývetnsk náttúrufyrirbrigði eftir að búið er að mála orð í þau á þýsku.
„Ég var sjálfur að vonast til þess að það hefði ekki verið listamaður sem hefði unnið þessi spellvirki en sú virðist vera raunin,“ segir Hlynur.
Lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins.
Á Hverfjalli var skrifað „crater“, á klett við Kálfaströnd var skrifað lava og í Grjótagjá var skrifað „cave“.
Níddist Bismarck á íslenskri náttúru?