Stjórnarandstaðan fái þingnefndir

Frá fundi þingnefndar á Alþingi. Stjórnarandstaðan á að fá formennsku …
Frá fundi þingnefndar á Alþingi. Stjórnarandstaðan á að fá formennsku í nokkrum nefndum skv. þingsköpum. Kristinn Ingvarsson

Stjórnarandstöðuflokkunum hefur verið boðin formennska og varaformennsku í fimm fastanefndum Alþingis. Samkvæmt heimildum mbl.is. ræddu formenn flokkanna um þetta í morgun. Kveðið hefur verið á um það í þingsköpum frá 2011 að stjórnarandstöðuflokkarnir gegni formennsku eða varaformennsku í þingnefndum í samræmi við þingstyrk sinn. Þetta yrði hins vegar í fyrsta skipti sem stjórnarandstöðuflokkar tækju við formennsku í nefndum á grundvelli þeirra.

„Það sem við eigum eftir að gera stjórnarandstöðuflokkarnir er að skipta með okkur verkum því þetta er ekki bara formennska heldur líka 1. og 2. varaformennska. Þetta mun allt liggja fyrir á þingsetningarfundinum á morgun. Fundir til að botna þetta standa yfir í dag“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna sem segir ennfremur að samkvæmt útreikningum eigi stjórnarandstaðan rétt á 2-3 formennskum.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur stjórnarandstöðuflokkunum verið boðin formennska í tveimur þingnefndum, varaformennska í þremur öðrum nefndum og önnur varaformennska í þeim nefndum sem þeir fengju formennsku í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert