Vill draga úr skerðingum lífeyrisþega

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun á næstunni leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp sem miðar að því að draga úr þeim skerðingum sem lífeyrisþegar hafa orðið fyrir frá árinu 2009.

Hún kynnti fyrirhugaðar breytingar á ársfundi Tryggingastofnunar í gær og stefnir að því að leggja frumvarpið fram á sumarþingi sem hefst í vikunni, samkvæmt frétt á vef ráðuneytisins.

Á fundinum vísaði ráðherra í stjórnarsáttmálann þar sem sérstaklega er nefnd hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og fjármagnstekna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert