Eykur stöðu sína í Glitni

mbl.is/Kristinn

Vog­un­ar­sjóður­inn Burlingt­on Loan Mana­gement, írskt skúffu­fyr­ir­tæki sem er stýrt af banda­ríska sjóðsstýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Dav­idson Kempner, eignaðist kröf­ur á hend­ur þrota­búi Glitn­is fyr­ir um 100 millj­arða króna í mars.

Sjóður­inn er stærsti ein­staki kröfu­hafi Glitn­is – sam­tals nema al­menn­ar kröf­ur hans nú um 240 millj­örðum – og á hann um 10% allra samþykktra krafna í búið.

Þetta má sjá í kröfu­hafal­ista Glitn­is sem var birt­ur 29. maí sl. og Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um. Í byrj­un mars á þessu ári átti sjóður­inn kröf­ur á hend­ur Glitni fyr­ir um 140 millj­arða og hef­ur Burlingt­on því næst­um tvö­faldað kröf­u­eign sína á þrota­búið. Miðað við 25% heimt­ur er markaðsvirði þeirra 60 millj­arðar.

Í um­fjöll­un um þetta mál í viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins, sem út kom í morg­un, seg­ir, að það veki óneit­an­lega at­hygli að sjóður­inn sé að auka stöðu sína í Glitni um jafn­mikla fjár­hæð – ekki síst þegar haft er í huga að skammt er síðan Burlingt­on seldi 56 millj­arða samþykkt­ar kröf­ur á Glitni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert