Þjóðaratkvæði um ESB ekki á dagskrá

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er mat beggja stjórn­ar­flokka og meiri­hluta lands­manna að okk­ar hag sé bet­ur borgið utan sam­bands­ins. Ef það breyt­ist þá er það okk­ar stefna að þjóðar­at­kvæðagreiðslu þurfi til,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, í viðtali við Bænda­blaðið í dag spurður úti í stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu.

Ráðherr­ann seg­ir að Íslend­ing­ar séu á sömu braut og Malt­verj­ar á sín­um tíma og Sviss­lend­ing­ar. Sviss­lend­ing­ar hafi hætt viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið um inn­göngu í það og sett málið ofan í læsta kistu. Malt­verj­ar hafi að sama skapi hætt viðræðum en tekið upp þráðinn aft­ur nokkru síðar vegna breyttra aðstæðna.

„Það sem við höf­um sagt er að það verður ekki gert hér nema að á und­an hafi gengið þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort Íslend­ing­ar vilji ganga í Evr­ópu­sam­bandið, vegna þess að það er lyk­ill­inn að því að sækja um,“ seg­ir Sig­urður Ingi. Næsta skref sé út­tekt á stöðu viðræðnanna og sam­tal við full­trúa sam­bands­ins.

„Það get­ur vel verið að þeir segi að viðræðunum sé bara sjálf­hætt með þess­ari ákvörðun og þá þarf ekki að taka þessa umræðu frek­ar,“ seg­ir hann enn­frem­ur og bæt­ir við. „Ef þú spyrð mig per­sónu­lega sé ég ekki á næstu árum að ástand í Evr­ópu og heim­in­um verði með þeim hætti að ís­lensk þjóð muni óska eft­ir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið.“

Spurður hvort hann sé með þessu að segja að eins og staðan sé í dag miðað við skoðanakann­an­ir og úr­slit þing­kosn­ing­anna sé mjög ólík­legt að slík þjóðar­at­kvæðagreiðsla verði hald­in á kjör­tíma­bil­inu svar­ar Sig­urður: „Eins og ég segi þarf eitt­hvað stór­kost­legt að ger­ast í heim­in­um til þess að ís­lenska þjóðin vilji sækja um aðild, já.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert