Aðhaldsaðgerðir ESB ræddar

AFP

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum sendir tvo áheyrnafulltrúa á ráðstefnuna Alter Summit, sem hófst í dag í Aþenu.  Á ráðstefnunni verður staða fólks í Evrópu rædd og lagðar fram nýjar leiðir fyrir Evrópu út úr kreppunni. 

Á fleiri tug samtaka hafa aðild að ráðstefnunni og munu samtök frá 19 löndum senda fulltrúa. „Alter“ í nafni ráðstefnunnar stendur fyrir „Alternative“ og vísar til þess að ráðstefnan boðar öðruvísi aðgerðir en Evrópusambandið hefur beitt hingað til. 

Gunnlaugur Snær Ólafsson, framkvæmdastjóri Heimssýnar segir ráðstefnuna mikilvægan vettvang fyrir Heimssýn til þess að kynna sér betur stöðu mála í Evrópu og raunveruleikan sem blasir við fólki meðal annars þar sem ráðstefnan er haldin, í Aþenu. „Þær aðhaldsaðgerðir sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir hefur leitt til mikilla skerðinga á bótum og lífeyri hjá mörgum Evrópubúum. Að auki er mikið atvinnuleysi í mörgum evrulöndum og því mikilvægt að við finnum aðrar leiðir út úr krísunni en þær sem Evrópusambandið hefur boðað hingað til,“ segir Gunnlaugur. 

Heimssýn sendir tvo stjórnarmeðlimi félagsins sem áheyrnarfulltrúa á ráðstefnuna. Fulltrúarnir tveir eru þau Bjarni Harðarson og Brynja Halldórsdóttir, en þau lentu í Aþenu í dag þar sem ráðstefnan hófst í morgun, og mun síðan henni ljúka með kröfugöngu í miðborg Aþenu á morgun þar sem aðhaldsaðgerðum ESB verður mótmælt. 

Gunnlaugur Snær Ólafsson, framkvæmdastjóri Heimssýnar
Gunnlaugur Snær Ólafsson, framkvæmdastjóri Heimssýnar mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka