Hestur sem gekk laus í Ártúnsbrekku í morgun og varð fyrir bifreið hefur verið handsamaður. Nokkur viðbúnaður lögreglu var vegna málsins og voru þrjár lögreglubifreiðir á staðnum að sögn sjónarvotta.
Talsverðar tafir urðu á umferð vegna málsins en ekki er vitað hversu alvarlegt slysið var þegar ekið var á hestinn. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var ekki óskað eftir að sjúkrabifreiðir yrðu sendar á staðinn.
Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvers vegna hesturinn gekk laus.