Draga á úr kostnaði atvinnulífs og almennings

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir Ómar Óskarsson

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hef­ur ákveðið að ráðast í aðgerðir á mál­efna­sviði sem und­ir hann heyr­ir til að ein­falda reglu­verk og draga úr kostnaði at­vinnu­lífs og al­menn­ings. Þau viðfangs­efni sem haf­ist verður handa við tengj­ast ann­ars veg­ar stofn­un fyr­ir­tækja og starfs­leyf­um og hins veg­ar kröf­um um skil fjár­hags­upp­lýs­inga.

Í frétt á vef iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins seg­ir að í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar sé lögð áhersla á að bæta rekstr­ar­um­hverfi at­vinnu­lífs, m.a. með því að ein­falda reglu­verk. Mark­miðið sé að draga úr óþarf­lega íþyngj­andi kröf­um á al­menn­ing og at­vinnu­rekst­ur og auka skil­virkni í starf­semi rík­is­ins. Slík­ar aðgerðir séu til þess falln­ar að skila auk­inni fram­leiðni bæði í einka­geir­an­um og op­in­berri starf­semi, sem er skref í átt að öfl­ugra at­vinnu­lífi og bættri  sam­keppn­is­stöðu. 

„Aðgerðir í fyrstu bein­ast að al­mennu viðskiptaum­hverfi og þá einkum út frá hags­mun­um lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja. Í fram­hald­inu er ráðgert að fara kerf­is­bundið yfir allt reglu­verk ráðuneyt­is­ins með þarf­ir not­enda í huga og ekki síður hvort þær kröf­ur sem gerðar eru skili ár­angri.

[...]

Vinna er haf­in við að yf­ir­fara reglu­verk og kröf­ur sem gerðar eru til at­vinnu­rekst­urs í lög­um, reglu­gerðum eða verklags­regl­um. Mik­il­vægt að ráðast strax í aðgerðir sem geta skilað skjót­um og merkj­an­leg­um ár­angri.“

Ráðgert er að bein­ar til­lög­ur verði til­bún­ar fyr­ir lok sum­ars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert