Forstjóri Haga deilir hart á svínabændur

mbl.is/Helgi

Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í ársskýrslu fyrirtækisins að svínabændur misnoti þá tollavernd sem þeir njóta og sendi reikninginn til íslenskra heimila.

Innkaupsverð fyrirtækisins hafi hækkað um 63% undanfarin þrjú ár á sama tíma og verðbólga hafi aukist um 13%. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir að ósanngjarnt sé að miða við þetta tímabil. „Offramleiðsla og of lágt verð einkenndu árin 2009 og 2010. Auk þess höfðu stór gjaldþrot mikil áhrif á verðlag það ár,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, hefur bent á að verðbólgan frá janúar 2008 til mars 2013 hafi verið 46%, en vísitala svínakjöts hafi aðeins hækkað um 15% á tímabilinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert