Skorað á innanríkisráðherra

Samtökin '78 afhentu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra áskorunina í dag.
Samtökin '78 afhentu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra áskorunina í dag.

Sam­tök­in ‘78 af­hentu inn­an­rík­is­ráðherra í dag áskor­un um að end­ur­skoðuð verði ákvörðun inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um synj­un efn­is­legr­ar meðferðar vegna um­sókn­ar Mart­ins, hæl­is­leit­anda frá Níg­er­íu, um hæli á Íslandi.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra upp­lýsti er hún tók við áskor­un­inni að ráðuneytið hefði orðið við beiðni Mart­ins um frest­un á flutn­ingi hans úr landi þar til niðurstaða í dóms­máli ann­ars hæl­is­leit­anda frá Níg­er­íu ligg­ur fyr­ir. Þetta kem­ur fram á vef ráðuneyt­is­ins.

„Hanna Birna þakkaði Sam­tök­un­um '78 bar­áttu þeirra fyr­ir aðstæðum sam­kyn­hneigðra og kvaðst taka við þess­ari áskor­un um leið og hún upp­lýsti að lög­fræðing­ur Mart­ins hefði verið upp­lýst­ur um að flutn­ingi Mart­ins úr landi yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyr­ir í dóms­máli ann­ars manns frá Níg­er­íu,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert