Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bragðaði á stærstu Goðapylsu sem framleidd hefur verið í landinu ásamt Eyþóri Arnalds, formanni bæjarráðs Árborgar. Pylsuna brögðuðu þeir á bæjarhátíðinni Kótelettunni á Selfossi í dag. Pylsan er 1,20 metrar á lengd.
Frá þessu er sagt á vef dfs.is, en frem kemur að pylsan hafi bragðast afbragsvél og voru þeir báðir saddir og sælir eftir pylsuát dagsins.
„Kótelettan hefur gengið mjög vel og var gríðarlega góð stemming í miðbæjargarðinum í allan daga og bærinn kjaftfullur af fólki. Skemmtunin heldur síðan áfram í kvöld við Hvítahúsið með stórglæsilegum tónleikum. Á morgun hefst dagskráin kl. 11:00 í miðbæjargarðinum með útiguðþjónustu,“ segir á vef dfs.is