„Við munum að sjálfsögðu meta stöðuna og skoða hvað vakir fyrir Hollendingum. En þeir hljóta að virða rétt fullvalda þjóðar til þess að nýta auðlindir sínar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra,vegna yfirlýsingar hollenskra stjórnvalda um þau hyggist beita áhrifum sínum til að koma í veg fyrir að íslenskt hvalkjöt fari um höfnina í Rotterdam.
Eins og mbl.is sagði frá segist Sharon Dijksma, utanríkisráðherra Hollands, ætla að sannfæra hafnaryfirvöld í Rotterdam, sem og önnur hafnaryfirvöld í Evrópu, um að koma í veg fyrir flutning á hvalkjöti.
„Persónulega tel ég að við séum í fullum rétti til að nýta auðlindir okkar með sjálfbærum hætti og þar á meðal hvali. Enda er ekki verið að veiða af neinum stofni sem er í útrýmingarhættu. En við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til þess að gæta hagsmuna Íslendinga í þessu máli,“ segir Gunnar Bragi.