Einungis tveir þingmenn tala fyrir hönd Pírata í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld en þrír frá öðrum flokkum á þingi. Ástæðan er sú að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, er stödd í Bandaríkjunum en þingmenn flokksins eru sem kunnugt er þrír í heildina.
„Hún fór út til þess að vera við réttahöld Bradleys Manning, taka þátt í ráðstefnu um Public Banking og tala við lögfræðinga sína varðandi njósnamálið, Twitter-málið og helstu aðgerðasinna varðandi upplýsingafrelsið,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, spurður úr í ferðir Birgittu en ekki hefur náðst í hana sjálfa.