Vilhjálmur Andri Kjartansson
Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde fyrir Landsdómi, segir að í skýrsludrögum sem lögð hafa verið fram fyrir laga- og mannréttindanefnd Evrópuþingsins sé ekki bara tekið á ákærunni á hendur heldur einnig dómnum sjálfum.
Í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi var brotið gegn því grundvallarsjónarmiði að skilja refsiábyrgð frá pólitískri ábyrgð, samkvæmt drögum að skýrslu laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins.
Andri Árnason bendir á að skýrslan taki ekki bara á ákærunni á hendur Geir heldur gagnrýni hún einnig dóminn sjálfan. „Fram kemur að skýrsluhöfundum finnst sérkennilegt að dæma mann fyrir framkvæmd sem tíðkast hafði um áratugaskeið, það er hvernig á að leggja mál fyrir ríkisstjórnarfund, og að menn skyldu leggja það til grundvallar sektarályktun,“ segir Andri. Að hans mati bar málið keim af því að vera af pólitískum toga frekar en að fjalla um lögfræðilega sakarábyrgð.
Ekki í samræmi við refsiábyrgð
Drög sem hollenski þingmaðurinn Pieter Omtzigt lagði fram í fyrra