Stjórnmálum og refsimáli gegn Geir blandað saman

Andri Árna­son, lögmaður Geirs H. Haar­de fyr­ir Lands­dómi, seg­ir að í skýrslu­drög­um sem lögð hafa verið fram fyr­ir laga- og mann­rétt­inda­nefnd Evr­ópuþings­ins sé ekki bara tekið á ákær­unni á hend­ur held­ur einnig dómn­um sjálf­um.

Í máli Alþing­is gegn Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, fyr­ir Lands­dómi var brotið gegn því grund­vall­ar­sjón­ar­miði að skilja refsi­á­byrgð frá póli­tískri ábyrgð, sam­kvæmt drög­um að skýrslu laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópuráðsþings­ins.

Andri Árna­son bend­ir á að skýrsl­an taki ekki bara á ákær­unni á hend­ur Geir held­ur gagn­rýni hún einnig dóm­inn sjálf­an. „Fram kem­ur að skýrslu­höf­und­um finnst sér­kenni­legt að dæma mann fyr­ir fram­kvæmd sem tíðkast hafði um ára­tuga­skeið, það er hvernig á að leggja mál fyr­ir rík­is­stjórn­ar­fund, og að menn skyldu leggja það til grund­vall­ar sektarálykt­un,“ seg­ir Andri. Að hans mati bar málið keim af því að vera af póli­tísk­um toga frek­ar en að fjalla um lög­fræðilega sakarábyrgð.

Ekki í sam­ræmi við refsi­á­byrgð

Skýrsl­an í heild

Drög sem hol­lenski þingmaður­inn Pieter Omtzigt lagði fram í fyrra

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert