Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og atvinnuveganefnd, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir, hafa sent formönnum nefndanna bréf þar sem óskað er eftir sameiginlegum fundi nefndarinnar við fyrsta tækifæri.
Umfjöllunarefni fundarins verði Hellisheiðarvirkjun og sú alvarlega staða sem þar er komin upp. Vísað er þar í frétt Fréttablaðsins í dag um að orkuöflun virkjunarinnar sé langt undir áætlunum. „Óskað verður eftir gestum á fundinn og munum við senda formönnum þær óskir fljótlega,“ segir í tilkynningu frá fulltrúum VG.