Alþingi kjósi í stjórn

mbl.is/Sigurður Bogi

„Að mati mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra er það fyr­ir­komu­lag að fela val­nefnd að til­nefna fimm af sjö stjórn­ar­mönn­um í Rík­is­út­varpið ólýðræðis­legt og ógagn­sætt,“ seg­ir í grein­ar­gerð stjórn­ar­frum­varps sem Ill­ugi Gunn­ars­son mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur lagt fram á Alþingi. Í því eru lagðar til breyt­ing­ar á vali stjórn­ar­manna Rík­is­út­varps­ins ohf.

Í frum­varp­inu er kveðið á um þá breyt­ingu að í stað þess að val­nefnd til­nefni fimm full­trúa í stjórn rík­is­út­varps­ins og fimm til vara til­nefni Alþingi stjórn­ar­menn í hlut­bund­inni kosn­ingu.

Í grein­ar­gerð er m.a. bent á að val­nefnd­in beri enga ábyrgð gagn­vart kjós­end­um og eng­in trygg­ing sé fyr­ir því að nýtt fyr­ir­komu­lag sem ráðgert var í 9. gr. laga sem sett voru fyrr á þessu ári stuðli að mark­miðum eins og þeim er lýst; að fé­lagið þjóni lýðræðis­leg­um, menn­ing­ar­leg­um og sam­fé­lags­leg­um þörf­um ís­lensks sam­fé­lags.

„Því er í frum­varpi þessu lagt til að lýðræðis­lega kjörn­ir full­trú­ar kjós­enda á Alþingi velji sjö menn í hlut­falls­kosn­ingu sem kosn­ir skulu í stjórn Rík­is­út­varps­ins á hlut­hafa­fundi,“ seg­ir í grein­ar­gerð frum­varps mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert