Alþingi kjósi í stjórn

mbl.is/Sigurður Bogi

„Að mati mennta- og menningarmálaráðherra er það fyrirkomulag að fela valnefnd að tilnefna fimm af sjö stjórnarmönnum í Ríkisútvarpið ólýðræðislegt og ógagnsætt,“ segir í greinargerð stjórnarfrumvarps sem Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Í því eru lagðar til breytingar á vali stjórnarmanna Ríkisútvarpsins ohf.

Í frumvarpinu er kveðið á um þá breytingu að í stað þess að valnefnd tilnefni fimm fulltrúa í stjórn ríkisútvarpsins og fimm til vara tilnefni Alþingi stjórnarmenn í hlutbundinni kosningu.

Í greinargerð er m.a. bent á að valnefndin beri enga ábyrgð gagnvart kjósendum og engin trygging sé fyrir því að nýtt fyrirkomulag sem ráðgert var í 9. gr. laga sem sett voru fyrr á þessu ári stuðli að markmiðum eins og þeim er lýst; að félagið þjóni lýðræðislegum, menningarlegum og samfélagslegum þörfum íslensks samfélags.

„Því er í frumvarpi þessu lagt til að lýðræðislega kjörnir fulltrúar kjósenda á Alþingi velji sjö menn í hlutfallskosningu sem kosnir skulu í stjórn Ríkisútvarpsins á hluthafafundi,“ segir í greinargerð frumvarps mennta- og menningarmálaráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert