Eldur kom upp í bílskúrsröð

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning laust fyrir klukkan 18 um eld í bílskúrsröð í Laxakvísl í Reykjavík. Vegfarandi sá svartan reyk inni í bílskúrnum, sem er sambyggður sex öðrum skúrum. Þökk sé snöggum viðbrögðum slökkviliðs breiddist eldurinn ekki út.

Slökkvistörfin gengu mjög hratt og vel fyrir sig. Enginn bíll var í skúrnum og virðist lágmarkstjón hafa orðið. Ekki liggur fyrir hver eldsupptök voru, að sögn slökkviliðs. Enn er unnið að hreinsunarstörfum á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert