Gistináttaskatturinn öllum slæmur

Sigmundur Davíð og Bjarni Benedinktsson og fundinum í Þjóðmenningarhúsinu í …
Sigmundur Davíð og Bjarni Benedinktsson og fundinum í Þjóðmenningarhúsinu í dag Mbl.is/Eggert

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra boðuðu til fundar í Þjóðmenningarhúsinu í dag til að gera grein fyrir stöðu ríkissjóðs. Á fundinum fjölluðu þeir einnig um að ýmsar þær tekjuöflunarleiðir sem fyrri ríkisstjórn kom á væru ýmist ekki líklegar til að afla ríkissjóði tekna, hefðu verið tímabundnar, eða ekki verið útfærðar og því ónothæfar.

Bjarni sagði að afturköllun fyrirhugaðra virðisaukaskattsbreytinga á gistirýmum, sem taka átti gildi í haust muni koma öllum til góðs.

Hann sagði að skatturinn hefði gað öllum líkindum dregið úr komu ferðamanna til landsins, sem myndi draga úr tekjum ferðaþjónustufyrirtækja, ekki bara hótela og annarra sem reka gistiþjónustu, heldur einnig flugfélaga, bílaleiga, veitingahúsa og svo framvegis. Afleiðingar minni tekna þessara fyrirtækja væru yrðu svo minni tekjur ríkissjóðs, og þá hefði skatturinn snúist upp í andhverfu sína.

Þá hefði auðlegðarskatturinn, sem ávallt hefur verið reiknaður inn í ríkisfjármálaáætlun, átt að vera tímabundinn. Því hafi verið gert ráð fyrir að stjórnvöld annaðhvort framlengdu þennan tímabundna skatt, eða finndu aðrar leiðir til að afla þeirra tekna sem honum var ætlað að afla.

Þeir sögðu að veiðigjaldið, sem leggja átti á á komandi fiskveiðiári, hefði ekki getað komið til framkvæmdar. Ástæður þessa segja þeir þær að ekki hafi verið búið að reikna út frá hvaða grunni ætti að reikna gjaldið. Bjarni sagði að fyrirætlanir síðustu ríkisstjórnar um að ná 30 milljörðum út úr sjávarútveginum á næstu árum vera „draumóra.“

Frétt mbl.is: Staða ríkissjóðs verri en talið var

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert