Orrustuþotur yfir Akureyri

Ítalskar orrustuþotur sveimuðu yfir Akureyrarbæ í dag. Þoturnar flugu fram og til baka yfir bæinn og léku listir sínar. Þoturnar eru hluti loftrýmiseftirlits ítalska flughersins, en herinn hefur verið hér síðan á mánudag.

Að sögn bæjarbúa var mikill hávaði af þotunum. Þoturnar eru af gerðinni Eurofigther Typhoon, sem tekin var í þjónustu flugherja árið 2003. Auk Ítala notast Þjóðverjar, Spánverjar og Bretar helst við þoturnar, auk fjölda annarra þjóða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert