Tólf arnarpör orpin

Arnarhreiður
Arnarhreiður mbl.is/Rax

Flest arnarpörin á Vestfjarðakjálkanum eru við norðanverðan Breiðafjörð, en að þeim meðtöldum, ásamt hinum eiginlegu Vestfjörðum og Ströndum, eru þau 21. Af þeim hafa 12 pör orpið svo vitað sé.

Þetta segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur og sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, í samtali við Bæjarins besta. Segir Kristinn að varpárangur þessara para verða metinn í lok þessa mánaðar, en þá eru arnarungar orðnir það stálpaðir að líkur á frekari afföllum eru litlar.

Orpið var í 47 arnarhreiður í vor um land allt. Arnarstofninn er nú í kringum 70 pör og hefur þrefaldast á síðustu fimmtíu árum. Hlutfall geldpara er hátt og aðeins þriðjungur arnarpara kemur upp unga á ári hverju. Í ár hafa fleiri pör orpið en menn áttu von á, en þekkt er að færri fuglar verpi þegar tíðarfar er ekki gott. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert