Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra boðuðu til fundar í Þjóðmenningarhúsinu í dag til að gera grein fyrir stöðu ríkissjóðs.
„Staðan er ekki sjálfbær. EKki hægt að leysa vandann eingöngu með niðurskurði. Verðum að treysta á að ríkisstjórn takist að auka hagvöxt til að snúa þessari þróun við,“ sagði Sigmundur Davíð.
Á fundinum sögðu þeir að nauðsynlegt væri að draga úr hallarekstri ríkissjóðs með það að markmiði að „loka fjárlagagatinu.“ Skuldasöfnun ríkissjóðs til að reka velferðarkerfið væri eins og að reisa velferðarkerfið á sandi. Því verði ekki hjá því komist að stöðva skuldasöfnunina.
„Ríkissjóður er sá bakhjarl samfélagsins sem verður að hafa burði til að standa af sér áföll og geta staðið undir því að veita grunnþjónustu og velferðarstuðning við þá efnaminni,“ sagði í kynningu Sigmundar og Bjarna.
Frétt mbl.is: Staða ríkissjóðs verri en talið var