„Auðvitað er betra að það sé ekki mikið af vinstra fólki, en almennt á þarna að vera fagfólk,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í umræðum um frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um hvernig skuli skipað í stjórn RÚV.
Í frumvarpinu eru fjallað um fyrirhugaðar breytingar á lögum um RÚV, þannig að stjórn RÚV verði kosin af Alþingi líkt og áður var gert, en í núgildandi lögum er stjórnin kosin af starfsmönnum ráðherra og valnefnd.
Þá sagði hann ráðherra bera ábyrgð á stjórninni og hann ætti því að vilja fagfólk í hana, en ekki pólitíska flokksgæðinga.