Fyrirtækið Viking Tours hefur fest kaup á 177 tonna farþegaskipi og stefnt er að því að hefja siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar nú í sumar. Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi Viking Tours, segir mikla þörf hafa verið á farþegaskipi sem þessu en með tilkomu þess verður hægt að bjóða oftar upp á siglingar til og frá Vestmannaeyjum en verið hefur.
Siglingar hefjast þegar búið er að breyta skipinu fyrir úthafssiglingar en það verður gert í Vestmannaeyjum.