„Ég er í sjokki eftir fyrstu dagana“

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég er í sjokki eftir fyrstu dagana í Alþingi,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Segist hann ekki hafa átt von á því að ný ríkisstjórn myndi lækka veiðigjald á útgerðarfyrirtæki „eftir bestu afkomu greinarinnar frá upptöku kerfisins“ né hætta við að hækka virðisaukaskatt á gistingu í það sama og var fyrir hrun.

Þetta þýði að ríkið verði af 4 milljörðum króna á þessu ári. Hann gagnrýnir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, fyrir að segja að segja á sama tíma að það stefni í framúrakstur í rekstri upp á 4-6 milljarða verði ekkert að gert. Ennfremur sé „rætt um að hætta verði við hitt og þetta.“

Guðbjartur gefur ekki mikið fyrir útspil ríkisstjórnarinnar varðandi skuldavanda heimilanna sem snúist að mestu um að skoða, greina og meta fyrir áramót. „Ég sem trúði sjálfur kosningaáróðrinum að þetta væri einfalt og allt tilbúið! Engar nefndir aðeins efndir en ekki öfugt.“ Hann segir þó rétt að gefa stjórninni tíma en byrjunin sé ekki góð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert