Mikill viðbúnaður við rússneska sendiráðið

Töluverður viðbúnaður er við rússneska sendiráðið í Reykjavík vegna mótmæla.
Töluverður viðbúnaður er við rússneska sendiráðið í Reykjavík vegna mótmæla. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Girðing hefur verið sett upp við rússneska sendiráðið í Garðastræti vegna mótmælanna sem þar eru boðuð nú klukkan 17. Þá er um tugur lögreglumanna á staðnum með bæði mótorhjól og bíla.

Samtökin 78 efna til mótmælanna í tilefni af nýrri löggjöf sem samþykkt var í neðri deild rússneska þingsins sl. þriðjudag sem gerir allan „samkynhneigðan áróður“ til ólögráða einstaklinga refsiverðan.

Til stendur að mótmæla með friðsamlegum hætti með regnbogafána á lofti og hvetja Samtökin fólk til að kyssast framan við sendiráðið líkt og mótmælendur í Rússlandi og öðrum löndum hafa gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka