„Sumardagurinn fyrsti“ í Reykjavík

Svona lítur veðurspáin út kl. 12 á hádegi í dag.
Svona lítur veðurspáin út kl. 12 á hádegi í dag. Af vef Veðurstofunnar

Í dag er spáð 7-18 stiga hita á landinu en hlýjast verður vestanlands. Sólin skín skært á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið svo óhætt er að segja að sumarið sé loks komið.

Samkvæmt veðurspá sem gerð var hálf sjö í morgun er spáð hægviðri og hafgolu á Suðvesturlandi í dag. Norðan- og austantil er von á 3-10 m/s vindi í dag. Þá er því einnig spáð að skýjað verði með köflum og að síðdegisskúrir verði sunnan til á landinu.

Á morgun, laugardag, er veðurspáin þessi:

Norðaustlæg átt 3-8 m/s. Skýjað en þurrt að kalla NA-lands, en annars skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast V-lands. 

Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum, en sums staðar þokuloft við sjóinn. Stöku síðdegsisskúrir S-til. Hiti svipaður. 

Á mánudag (þjóðhátíðardagurinn):
Suðlæg átt eða hafgola. Skýjað en þurrt að kalla S- og V-lands, en skýjað með köflum NA-lands og síðdegisskúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast NA-lands. 

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt. Skýjað með köflum N-lands, en annars skýjað og smáskúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast V- og N-lands.

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert