Braut rúður við Stjórnarráðið

Við Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu.
Við Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu.

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing klukk­an hálf­átta í gær­kvöld um rúðubrot í bíl við Stjórn­ar­ráðið í Lækj­ar­götu. Þegar lög­regla kom á vett­vang var skemmd­ar­varg­ur­inn enn á staðnum.

Að sögn lög­reglu virðist ölv­un­ar­ástand hafa haft eitt­hvað að segja um gjörðir hans og skemmd­arfýsn. Maður­inn veitti mót­spyrnu við hand­töku en var yf­ir­bugaður af lög­reglu.

Hann gist­ir nú í fanga­geymsl­um lög­reglu, þar til hægt verður að yf­ir­heyra hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert