Hleypt inn í hollum í Ríkið

Menn vættu kverkarnar á Akureyri í dag.
Menn vættu kverkarnar á Akureyri í dag. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Mik­ill fjöldi fólks er stadd­ur á Ak­ur­eyri um þess­ar mund­ir, en þar eru bæði Bíla­dag­ar þessa helg­ina og út­skrift­ir frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri og Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Sam­ferða út­skrift­un­um flykkj­ast júbil­ant­ar í bæ­inn til að fagna út­skrift­araf­mæl­um.

Veðurguðirn­ir taka greini­lega þátt í gleðinni og sleikja menn sól­ina um all­an bæ. Svo mik­ill fjöldi fólks var í bæn­um að fullt var út úr dyr­um í Vín­búð ÁTVR. „Þetta er kannski 50% aukn­ing miðað við venju­lega helgi,“ seg­ir Ein­ar Páls­son, aðstoðar­versl­un­ar­stjóri ÁTVR á Ak­ur­eyri. „Við þurft­um að hleypa inn í holl­um hluta dags bæði í gær og í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert