„Við gerum þetta með okkar hætti“

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á …
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi síðastliðinn fimmtudag. Skjáskot/EbS Channel

„Við ger­um þetta með okk­ar hætti, þetta er okk­ar ákvörðun. Rík­is­stjórn­in ætl­ar ekki að halda áfram með þessa um­sókn. Ein­hvern tím­ann verður hald­in þjóðar­at­kvæðagreiðsla en ég get ekki sagt hvenær eða af hálfu hvers.“

Þetta er haft eft­ir Gunn­ari Braga Sveins­syni, ut­an­rík­is­ráðherra, á frétta­vef Bloom­berg-frétta­veit­unn­ar í gær vegna þeirra um­mæla Stef­ans Füle, stækk­un­ar­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, á blaðamanna­fundi síðastliðinn fimmtu­dag að best væri fyr­ir alla að það lægi fyr­ir sem fyrst hvort viðræðum um inn­göngu Íslands í sam­bandið yrði haldið áfram eða ekki. Spurður um tíma­mörk Fü­les seg­ist Gunn­ar Bragi ekki vita hvað stækk­un­ar­stjór­inn hafi verið að tala um. Áður en til þjóðar­at­kvæðis um málið gæti komið yrði gerð út­tekt á stöðu máls­ins.

Fram kem­ur í frétt­inni að rík­is­stjórn Íslands hafi staðið við þá ætl­an sína að stöðva viðræðurn­ar við Evr­ópu­sam­bandið. Ráðamenn lands­ins séu staðráðnir í því að fram­selja ekki yf­ir­ráðin yfir nátt­úru­auðlind­um lands og forðast efna­hagserfiðleik­ana á evru­svæðinu. For­ystu­menn Evr­ópu­sam­bands­ins hafi gjarn­an viljað fá Ísland í sam­bandið til marks um að það væru ekki aðeins fá­tæk ríki sem sækt­ust eft­ir því að ganga í það. Ákvörðun Íslands hafi breytt því.

Frétt Bloom­berg-frétta­veit­unn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka