Lögreglan lýsir eftir sumrinu

Lögreglan.
Lögreglan. mbl.is/Eggert

Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvað varð um sumarið, en margir hafa kvartað undan því að sólin láti ekki sjá sig á suðvesturhorni landsins og virðist skortur á því nú orðið lögreglumál.

„Við höfum yfirheyrt nokkra aðila í tengslum við málið en ekkert er enn farið að skýrast hvað varð um sumarið,“ segir á facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum í dag undir fyrirsögninni „Eftirlýsing - Eftirlýsing - Eftirlýsing“.

„Við lýsum hér með eftir sólguðinum og biðjum alla um að láta okkur vita ef þeir verða hans varir. Við skorum hér með á sólguðinn að gefa sig fram og þá verður jafnvel gert minna úr málinu en annars,“ segir lögreglan jafnframt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert