Biskup hvatti til gestrisni

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. mbl.is

„Það er gott að eiga land sem get­ur tekið á móti fleir­um en þeim sem fædd­ir eru hér og veita þeim bjarta framtíð,“ sagði Agnes M. Sig­urðardótt­ir bisk­up í pre­dik­un sinni við hátíðarguðsþjón­ustu í Dóm­kirkj­unni í morg­un, þar sem hún fjallaði meðal ann­ars um gest­risni.

Hún vísaði í ræðu Bilj­önu Bolob­an, ný­stúd­ents frá Borg­ar­holts­skóla, sem kom hingað til lands níu ára göm­ul ásamt for­eldr­um sín­um. Fjöl­skyld­an bjó í stríðshrjáðu landi en fékk tæki­færi til að búa hér á landi. „Æsku­ár mín ein­kennd­ust af ótta og von um betra líf,“ sagði Bilj­ana. „Það komu dag­ar þegar við átt­um hvorki húsa­skjól né pen­inga fyr­ir mat og viss­um ekki hvað morg­undag­ur­inn bæri í skauti sér.“

„Okk­ur hef­ur verið gefið fal­legt og gjöf­ult land. Það er þakk­arvert og það er líka þakk­arvert að fá að búa í landi friðar­ins,“ sagði Agnes.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert