Evrópusambandið þarf að sanna sig

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu á Austurvelli í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu á Austurvelli í dag. Mbl.is/Ómar

For­sæt­is­ráðherra, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, sagði í ræðu sinni á Aust­ur­velli í dag að 17. júní væri mik­il­væg­ur hluti þjóðmenn­ing­ar okk­ar.

Hann gerði sjálf­stæðið og full­veldið að umræðuefni í ræðu sinni í tengsl­um við Evr­ópu­sam­bandið. „Hug­mynd­in um full­veldi bygg­ist á því að menn trúi því raun­veru­lega að ís­lensku þjóðinni farn­ist best þegar hún ræður sér sjálf og hef­ur full yf­ir­ráð yfir auðlind­um sín­um og ör­lög sín í eig­in hönd­um,“ sagði Sig­mund­ur í ræðu sinni.

Þá sagði Sig­mund­ur okk­ur aldrei mega missa þá sann­fær­ingu að trúa því að Ísland ætti að vera sjálf­stætt land. Hann sagði okk­ur einnig þurfa að virða af­stöðu þeirra sem velta því fyr­ir sér hvort aðild að Evr­ópu­sam­band­inu myndi styrkja stöðu Íslands og að við gæt­um verið sam­mála um að nú þyrfti sam­bandið að sanna sig gagn­vart Íslandi.

„ESB tók þátt í til­raun­um til að þvinga Íslend­inga til að taka á sig gríðarleg­ar efna­hags­leg­ar byrðar í and­stöðu við lög og braut svo blað í sögu sinni til að taka þátt í mála­ferl­um gegn Íslandi. Nú þarf ESB að sýna að það sé sam­band sem byggi á lög­um og jafn­ræði en ekki valdi í krafti stærðar og hags­muna hinna stóru.“

Eðli­legt að for­seti Íslands tjái sig um full­veldið

Sig­mund­ur Davíð vitnaði til ræðu for­seta Íslands, Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, við setn­ingu þings­ins fyrr í þess­um mánuði þar sem hann ræddi stöðu Íslands gegn Evr­ópu­sam­band­inu.

„Það hefðu lík­lega fáir trúað því árið 1944, eða 1994, að síðar yrði leitað til sér­fræðinga til að spyrja hvort það heyrði und­ir viðeig­andi umræðuefni fyr­ir for­seta Íslands að tjá sig um full­veldi lands­ins. Sem bet­ur fer var ekk­ert út á mat sér­fræðing­anna að setja en það kom þó ekki í veg fyr­ir að þeir sem eru viðkvæm­ir fyr­ir umræðuefn­inu túlkuðu það áfram á sinn hátt.“

Rétt­læt­istilfinn­ing þjóðar­inn­ar góður veg­vís­ir

Sig­mund­ur gerði ICES­A­VE-deil­una að umræðuefni og sagði Íslend­inga hafa tekið af­drátt­ar­laust þá af­stöðu að ekki ætti að leggja skuld­ir gjaldþrota banka á herðar al­menn­ingi. Íslend­ing­ar hefðu ekki látið ógn­an­ir úr ýms­um átt­um slá sig út af lag­inu. Þá sagði Sig­mund fólk víða um Evr­ópu líta á Ísland sem fyr­ir­mynd í bar­átt­unni við af­leiðing­ar efna­hagsþreng­ing­anna sem marg­ar Evr­ópuþjóðir tak­ast nú á við.

„Íslend­ing­ar, af­kom­end­ur þess­ara vík­inga, hafa löng­um verið sjálf­stæðir í hugs­un og þolað illa yf­ir­vald, hvað þá kúg­un. Það sýndi sig vel í ICES­A­VE-deil­unni þar sem þjóðin felldi sam­komu­lag sem hún taldi ósann­gjarnt. Alþjóðleg­ur dóm­stóll staðfesti síðan þessa niður­stöðu sem sýndi að rétt­læt­istilfinn­ing þjóðar­inn­ar var góður veg­vís­ir. “

Gest­risni er snar þátt­ur í þjóðmenn­ingu okk­ar

Í ræðu sinni kom Sig­mund Davíð inn á aðgerðir fyr­ir ís­lensk heim­ili. Hann sagði að við mynd­um ekki láta alþjóðastofn­un segja okk­ur að ekki væri hægt að gera meira fyr­ir ís­lensk heim­ili um leið og við vær­um minnt á mik­il­vægi þess að ljúka upp­gjöri efna­hags­hruns­ins.

Þá nefndi hann mik­il­vægi tungu­máls­ins, sem væri okk­ar var­an­legi efniviður sem geymdi sjóð minn­inga. „Íslensk tunga og orðsins list er lík­lega mik­il­væg­asta arf­leifð okk­ar. Þess vegna ber okk­ur skylda til að styðja við ís­lensk­una,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

Sig­mund­ur Davíð ít­rekaði einnig mik­il­vægi þess að við byðum ferðamenn vel­komna til lands­ins og tækj­um þeim opn­um örm­um. „Ekki ein­vörðungu vegna þess að þeir færa okk­ur gjald­eyris­tekj­ur, held­ur vegna þess að gest­risni er snar þátt­ur í þjóðmenn­ingu okk­ar. Ferðalang­ar sem snúa heim ánægðir eru einnig besta land­kynn­ing­in.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka