Hátíðardagskrá á Austurvelli

Dómkirkjan í Reykjavík
Dómkirkjan í Reykjavík mbl.is/Ómar

Mikið verður um að vera í dag í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga. Dagskráin í höfuðborginni hefst að venju með samhljómi kirkjuklukkna. Klukkan korter yfir tíu hefst guðsþjónusta í Dómkirkjunni þar sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup og Hjálmar Jónsson og Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. 

Tíu mínútur yfir ellefu hefst svo sérstök hátíðardagskrá á Austurvelli. Þar mun Ólafur Ragnar Grímsson forseti leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flytur hátíðarræðu.

Stytta Jóns Sigurðssonar á Austurvelli Dómkirkjan í baksýn
Stytta Jóns Sigurðssonar á Austurvelli Dómkirkjan í baksýn Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka