Hinir síungu bæjarlistamenn

Hinir síungu að taka lagið ásamt stjórnanda og undirleikara sínum …
Hinir síungu að taka lagið ásamt stjórnanda og undirleikara sínum Valentinu Kay. mbl.is/Alfons

Meðlimir kvartettsins „Hinir síungu“ voru útnefndir bæjarlistamenn Snæfellsbæjar en þetta var tilkynnt á þjóðhátíðarskemmtun bæjarins sem fram fór í dag.

Í umsögn lista- og menningarnefndar Snæfellsbæjar segir m.a. að kvartettinn hafi verið stofnaður árið 2006 af fjórum félögum úr kirkjukórnum en tilgangur félaganna var að hittast af og til sér til skemmtunar.

Valentina Kay, tónlistarkennari og núverandi skólastjóri Tónlistarskóla Snæfellsbæjar, er stjórnandi og undirleikari.

Kvartettinn hefur komið fram við ýmis tækifæri og sungið fyrir unga sem aldna um allt land en einnig komu þeir fram í Austurríki árið 2009 við góðar undirtektir.

Hinir síungu hafa gefið út tvo geisladiska og er sá þriðji væntanlegur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert