Íslenska þjóðin fær kveðjur frá Barack Obama og íbúum Bandaríkjanna í tilefni þjóðhátíðardagsins. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi kveðjuna og birtist hún á vef bandaríska utanríkisráðuneytisins. Þetta kemur fram á fréttasíðu RÚV.
Kerry þakkar íslensku þjóðinni fyrir vináttu sína og sameiginleg gildi. Þá minnir hann á samstarf landanna á sviði NATO og að þjóðirnar vinni nú sameiginlega að því að treysta varnarsamstarfið.
Þá segir Kerry einnig að Ísland sé til fyrirmyndar hvað varðar mannréttindi, þá sérstaklega réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Ísland hafi einnig lagt óbreyttum borgunum neyðar- og mannúðaraðstoð vegna átakanna í Sýrlandi.