Retro Stefson tryllti lýðinn

Hljómsveitin Retro Stefson var á meðal þeirra sem stigu á svið við Arnarhól í dag en þar voru haldnir tónleikar í tilefni þjóðhátíðardagsins. Hljómsveitirnar Dr. Gunni og vinir hans, Ojba Rasta og Samúel Jón Samúelsson Big Band komu einnig fram.

Tónleikarnir hófust laust fyrir klukkan 17 og var vel mætt þrátt fyrir fremur svalt þjóðhátíðarveður í höfuðborginni.

Blaðamaður mbl.is náði fyrr í dag tali af einum þeirra fjölmörgu sem hlýddu á tónleikana og sagði hann greinilegt að Retro Stefson nyti mikillar hylli meðal gesta því fólk tók að streyma á svæðið þegar hljómsveitin steig á svið. Þá fannst sama viðmælanda einnig áberandi hvað kvenþjóðin var framarlega við sviðið en margir voru með myndavélar á lofti í von um að ná myndum af meðlimum hljómsveitarinnar.

Formlegri dagskrá í höfuðborginni lauk klukkan 19 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert