Fjallkonan í ár, Selma Björnsdóttir, las ljóð við hefðbundna hátíðardagskrá á Austurvelli í morgun á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Ljóðið sem fjallkonan las var samið sérstaklega fyrir flutninginn í dag af Ingunni Snædal.
Árið 1947 var ávarp fjallkonunnar flutt í fyrsta sinn við hátíðahöldin 17. júní í Reykjavík. Það var leikkonan Alda Möller sem var valin í hlutverkið. Sú hefð hefur haldist og oftast komið í hlut ungrar leikkonu að flytja ávarpið.