Sérstakar umræður um ríkisfjármál

Steingrímur J. Sigfússon ætlar að ræða um áherslur nýrrar ríkistjórnar …
Steingrímur J. Sigfússon ætlar að ræða um áherslur nýrrar ríkistjórnar í ríkisfjármálum á morgun. M

Á morgun, þriðjudaginn 18. júní, verða sérstakar umræður um áherslur nýrrar ríkisstjórnar í ríkisfjármálum. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Sigmundur sagði á fundi um stöðu og horfur í ríkisfjármálum í Þjóðmenningarhúsinu í síðustu viku að horfurnar hvað varðar rekstur ríkisins væru töluvert lakari en lesa mátti úr nýjustu spám.

„Það virðist ljóst að fjárlög þessa árs virðast engan veginn ganga eftir,“ sagði Sigmundur Davíð. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð greindu frá því á fundinum að að óbreyttu væru horfur á að útgjöld yrðu allt að sex milljarða króna umfram áætlun.

Í þinginu á föstudag spurði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, Bjarna Benediktsson hvort ekki væri mögulegt að hann gerði þinginu einhverja grein fyrir mati ríkisstjórnarinnar á þróun ríkisfjármála til meðallangs tíma og hvernig markmiði um jákvæðan heildarjöfnuð yrði viðhaldið á næsta ári áður en sumarþinginu lyki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert