Caritas hlaut samþykki en Lady var hafnað

mbl.is/JPJ

Manna­nafna­nefnd hef­ur samþykkt níu nöfn í tveim­ur úr­sk­urðum sem voru kveðnir upp dag­ana 6. júní og 16. maí sl. Eina nafnið sem nefnd­in hafn­ar að þessu sinni er eig­in­nafnið Lady.

Í úr­sk­urði manna­nafna­nefnd­ar frá 6. júní kem­ur fram að eig­in­nafnið Lady upp­fylli ekki öll skil­yrði 5. gr. laga um manna­nöfn og því sé ekki mögu­legt að fall­ast á það.

Nefnd­in gef­ur aft­ur á móti átta eig­in­nöfn­um og einu milli­nafni grænt ljós. Það eru eig­in­nöfn­in Addú, Obba, Þollý, Víg­berg, Kri­stý, Myrk, Ca­ritas og Rea, og skulu þau færð á manna­nafna­skrá.

Loks samþykkti nefnd­in milli­nafnið Logn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert