Caritas hlaut samþykki en Lady var hafnað

mbl.is/JPJ

Mannanafnanefnd hefur samþykkt níu nöfn í tveimur úrskurðum sem voru kveðnir upp dagana 6. júní og 16. maí sl. Eina nafnið sem nefndin hafnar að þessu sinni er eiginnafnið Lady.

Í úrskurði mannanafnanefndar frá 6. júní kemur fram að eiginnafnið Lady uppfylli ekki öll skilyrði 5. gr. laga um mannanöfn og því sé ekki mögulegt að fallast á það.

Nefndin gefur aftur á móti átta eiginnöfnum og einu millinafni grænt ljós. Það eru eiginnöfnin Addú, Obba, Þollý, Vígberg, Kristý, Myrk, Caritas og Rea, og skulu þau færð á mannanafnaskrá.

Loks samþykkti nefndin millinafnið Logn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert