Kann að kosta Ísland þúsund störf

AFP

Þýska Bertels­mann-stofn­un­in tel­ur að ná­ist fríversl­un­ar­samn­ing­ar á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna kunni það að leiða til fjölda nýrra starfa í ríkj­um sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna sem og launa­hækk­un­ar. Hins veg­ar myndi slík­ur samn­ing­ur þýða fækk­un starfa í ríkj­um sem stæðu utan samn­ings­ins.

Fram kem­ur á frétta­vef þýska tíma­rits­ins Spieg­el að þannig kunni að skap­ast um ein millj­ón nýrra starfa í Banda­ríkj­un­um og um 400 þúsund í Bretlandi en for­send­urn­ar sem stofn­un­in gef­ur sér eru, auk þess að samn­ing­ar ná­ist, að um verði að ræða hefðbund­inn fríversl­un­ar­samn­ing með víðtækri niður­fell­ingu tolla og annarra viðskipta­hindr­ana. Hins veg­ar muni Íslend­ing­ar verða af um eitt þúsund störf­um, Norðmenn um 12 þúsund, Jap­an­ir 72 þúsund störf­um og Kan­ada­menn um 102 þúsund.

Þess má geta að haft var eft­ir Kar­el De Gucht, viðskipta­stjóra ESB, í frétta­til­kynn­ingu frá sam­band­inu í apríl síðastliðnum að nán­ustu viðskipta­ríki sam­bands­ins ættu hvað mesta mögu­leika á því að hagn­ast á mögu­legri fríversl­un á milli þess og Banda­ríkj­anna. Einkum þau ríki sem væru aðilar að innri markaði ESB í gegn­um samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið eins og Ísland.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert