Sérstakar umræður um ríkisfjármál í dag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérstakar umræður eru boðaðar á Alþingi í dag um áherslur nýrrar ríkisstjórnar í ríkisfjármálum. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Sigmundur sagði á fundi um stöðu og horfur í ríkisfjármálum í Þjóðmenningarhúsinu í síðustu viku að horfurnar hvað varðar rekstur ríkisins væru töluvert lakari en lesa mátti úr nýjustu spám.

„Það virðist ljóst að fjárlög þessa árs virðast engan veginn ganga eftir,“ sagði Sigmundur Davíð. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð greindu frá því á fundinum að horfur væru á að útgjöld yrðu allt að sex milljarða umfram áætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert