„Mjög dapurlegur dagur“

„Þetta er mjög dapurlegur dagur,“ segir Robbie Marsland, hjá Alþjóðadýraverndunarsjóðnum, IFAW, um þær fréttir að fyrstu langreyðarnar hafi nú verið veiddar við Íslandsstrendur. Hann segir dapurlegt að vita til þess að þessi dýr, sem séu í útrýmingarhættu, hafi þurft að þola grimmilegan dauðdaga, til þess eins að vera brytjuð  niður í kjötstykki sem enginn þarfnast.

„Það er tímabært að bundinn verði endi á þennan deyjandi iðnað,“ segir Marsland í yfirlýsingu.

Hvalskipin Hvalur 8 og 9 eru nú að veiðum. Þegar hafa tvö dýr verið veidd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert