Ólafur Ragnar í opinbera heimsókn til Þýskalands

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum. mbl.is/Sigurgeir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fer í næstu viku í opinbera heimsókn til Þýskalands í boði Joachim  Gauck, forseta Þýskalands. Auk forseta og forsetafrúar verða Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, embættismenn utanríkisráðuneytisins og forsetaskrifstofu og fulltrúar vísinda, tækni, atvinnulífs og menningar með í för.

Heimsóknin hefst í Berlín mánudaginn 24. júní og lýkur í Leipzig föstudaginn 28. júní.

Forseti mun eiga fundi með forseta Þýskalands, Angelu Merkel kanslara og Norbert Lammert, forseta Sambandsþingsins.

Þá verða haldin málþing um orkumál, einkum nýtingu jarðhita í Þýskalandi og víðar í Evrópu, og um upplýsingatækni, Norðurslóðir, sjálfbærar fiskveiðar og nýtingu sjávarafla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert