Ráðherrar ræddu skattamál og ESB

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Frederik Reinfeldt á fundi með blaðamönnum …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Frederik Reinfeldt á fundi með blaðamönnum í dag.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, gerði for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, Frederik Rein­feldt, grein fyr­ir áhersl­um nýrr­ar rík­is­stjórn­ar varðandi efna­hags­mál, m.a. ein­föld­un skatt­kerf­is og úrræða fyr­ir skuld­sett heim­ili á fundi þeirra í Stokk­hólmi. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Á fund­in­um ræddu for­sæt­is­ráðherr­arn­ir um traust og gott sam­starf Íslands og Svíþjóðar, bæði tví­hliða og á alþjóðavett­vangi. Einnig var rætt um stöðu efna­hags­mála  í Evr­ópu og stöðu evru­svæðis­ins, en Sví­ar standa utan evru­sam­starfs­ins, þó sænska krón­an sé tengd gengi evr­unn­ar. Jafn­framt var rætt um áhersl­ur á alþjóðavett­vangi, m.a. hlé á viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið, aukna áherslu á Norður­slóðamál, nor­ræna sam­vinnu og vest-nor­rænt sam­starf.

Einnig ræddu for­sæt­is­ráðherr­arn­ir um mennta­mál og þær breyt­ing­ar sem átt hafa sér stað í Svíþjóð í þeim mála­flokki á síðustu árum. Sví­ar hafa á und­an­förn­um árum gert breyt­ing­ar á sínu skatt­kerfi og nefndi for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar að lækkaðir hefðu verið skatt­ar, meðal ann­ars á veit­ing­a­rekst­ur, sem hefði örvað ferðamennsku og eflt þann þjón­ustu­geira. 

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, sagði mik­il­vægt að eiga náið og gott sam­ráð við all­ar Norður­landaþjóðirn­ar og vinnu­heim­sókn hans væri þátt­ur í því að treysta það sam­starf. „Þetta var mjög gagn­leg­ur fund­ur sem við átt­um.  Marg­ar af áhersl­um Svía, til dæm­is til að örva at­vinnu­líf og leita sjálf­bærra úrræða fyr­ir ungt fólk sem glím­ir við at­vinnu­leysi, eru mjög áhuga­verðar.“

Svíþjóð hef­ur gegnt for­mennsku í Norður­skauts­ráðinu und­an­farið og gegn­ir nú for­mennsku í nor­rænu ráðherra­nefnd­inni og tek­ur Ísland við því hlut­verki við lok árs­ins.  Sví­ar hafa lagt áherslu á mál­efni ungs fólks og at­vinnu­sköp­un í sinni for­mennskutíð og var sér­stök ráðstefna hald­in um miðjan maí um það efni, þar sem kynnt­ur var fjöldi verk­efna sem Norður­lönd­in standa fyr­ir, til að stuðla að því að draga úr at­vinnu­leysi ungs fólks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka