Skuldarar fá leiðréttingu

Frosti Sigurjónsson.
Frosti Sigurjónsson.

„Þetta á ekki að trufla fast­eigna­markaðinn. Mik­il­vægt er að fram komi að þeir sem hafa orðið fyr­ir ófyr­ir­séðri höfuðstóls­breyt­ingu vegna hruns­ins fá leiðrétt­ingu,“ seg­ir Frosti Sig­ur­jóns­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, en nefnd­in ræddi í morg­un aðgerðir vegna skulda­vanda heim­il­anna auk annarra mála.

„Það á ekki að hafa áhrif þó að viðskipti hafi síðar átt sér stað eða hús­næði verið selt. Sá sem var skuld­ari við höfuðstóls­hækk­un­ina varð fyr­ir tjón­inu.“ Fyr­ir nefnd­inni ligg­ur nú þings­álykt­un­ar­til­laga með aðgerðarlista í 10 liðum vegna skulda­vanda heim­il­anna.

Vinna á frum­stigi

Ekki var farið ít­ar­lega í ein­stök atriði í morg­un, en fólk úr ráðuneyt­um mætti og kynnti inni­hald til­lög­unn­ar. „Við erum núna að fara yfir inni­haldið og þetta verður síðan lagt fyr­ir þingið og séð hvort vilji sé hjá því til að fela rík­is­stjórn­inni að fara í þessi verk­efni. Þetta er held­ur óvenju­legt fyr­ir­komu­lag þar sem rík­i­s­tjórn­in hef­ur í raun svig­rúm til að skipa í starfs­hópa, en við stefn­um að breiðri sam­stöðu með þessu.“

Lækk­un virðis­auka­skatts styrk­ir sam­keppn­is­stöðu

Virðis­auka­skatt­ur á ferðaþjónstu var einnig rædd­ur á fund­in­um. „Ábati rík­is­sjóðs af lækk­un virðis­auka­skatts á ferðaþjón­ustu er mik­ill og mun koma víða fram i sam­fé­lag­inu.“ 

Frosti seg­ir gist­ing­una sjálfa ekki vera stór­an hluta þess sem ferðamenn eyða í land­inu, mik­il­vægt sé að fá þá til lands­ins því þegar það tak­ist komi þeir með gjald­eyri inn í landið. Hann seg­ir lækk­un virðis­auka­skatts á ferðaþjón­ustu styrkja sam­keppn­is­stöðu Íslands. „Við erum í er­lendri sam­keppni um að fá gesti. Þeir geta valið að fara til annarra landa og hafa aug­un á verðlagi gist­ing­ar. Yfir Evr­ópu­lönd­in er meðaltalið 10% VSK, en fer niður í 5,5% í Frakklandi og 6% í Belg­íu svo dæmi séu tek­in.“

Óheppi­legt að ferðaþjón­ust­an njóti sér­hagræðis

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sem einnig sit­ur í nefnd­inni, tel­ur óheppi­legt að ferðaþjón­ust­an sé í öðru skatta­legu um­hverfi. „Ég hef áhyggj­ur af tekjutapi og á meðan eng­ar mót­vægisaðgerðir eru boðaðar til að stoppa í það gat hef ég áhyggj­ur.“ Þá seg­ir hann vöxt ferðaþjón­ust­unn­ar vera mik­inn og raun­gengið lágt, aðstæður ættu því að vera góðar fyr­ir ferðaþjón­ust­una að tak­ast á við hækk­un. „Ég get ekki séð sterk efna­hags­leg rök né finnst mér það heppi­legt til lengd­ar að ferðaþjón­ust­an, sem er að verða ein stærsta at­vinnu­grein þjóðar­inn­ar í skiln­ingi gjald­eyristekna, búi í ein­hverju allt öðru skatta­legu um­hverfi en annað at­vinnu­líf.“

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur skuldavanda heimilanna til umfjöllunar.
Efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is hef­ur skulda­vanda heim­il­anna til um­fjöll­un­ar. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka