Ákveðið hvað sé eðlilegt

Í maí kom út afar umdeilt rit í Bandaríkjunum DSM-V sem er nokkurskonar greiningarlykill fyrir þá sem starfa í geðheilbrigðismálum. Deilurnar um réttmæti ritsins hafa verið efni í mikil skrif vestanhafs og í sama mánuði komu út 4 bækur sem allar eru beinlínis skrifaðar til höfuðs þess.

Mbl.is ræddi við Steindór Erlingsson, vísindasagnfræðing, um DSM-V en hann þekkir geðraskanir á eigin skinni og hefur fylgst vel með umræðunni vestanhafs. En bók Allens Frances, ritstjóra fjórðu útgáfu DSM, sem nefnist Saving Normal hefur vakið mesta athygli þar sem hann segir að sú útgáfa hafi gert meira vont en gott í geðheilbrigðismálum.

DSM-ritin hafa haft áhrif á málaflokkinn um heim allan og ekki síst hér á landi en jafnframt eru miklir hagsmunir eru í húfi þar sem geðlyfjaiðnaðurinn velti hátt í annan tug milljarða á síðasta ári í Bandaríkjunum og þar gegnir DSM lykilhlutverki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert